154. löggjafarþing — 110. fundur,  13. maí 2024.

utanríkis- og alþjóðamál 2023.

1099. mál
[16:17]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ráðherra nefnir í ræðunni að Ísrael hafi haft rétt til að verja sig eftir hryllilega árás Hamas-samtakanna en segir líka að sú varnarbarátta skulu vera í samræmi við alþjóðalög. Spurningin er bara nokkuð einföld: Telur hæstv. ráðherra að öll viðbrögð Ísraels frá 7. október fram á daginn í dag hafi verið í samræmi við alþjóðalög? Og ef ekki, af hverju treysti ráðherra sér ekki til að fordæma það í ræðunni?